Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 29. ágúst 2000 kl. 14:13

Hátt hlutfall leiðbeinenda í skólum á Suðurnesjum

Kennararáðningum í grunnskóla á Suðurnesjum er að ljúka. Óvenju hátt hlutfall leiðbeinenda kennir við skóla Reykjanesbæjar en ástandið virðist nokkuð betra í öðrum bæjarfélögum á svæðinu. Margir leiðbeinendur með háskólapróf 62% kennara í Reykjanesbæ eru með kennaramenntun og 30% eru leiðbeinendur. Þremur stöðugildum er enn óráðstafað. Myllubakkaskóli er með flesta réttindakennara, eða 73%, og 20% leiðbeinendur, en Holtaskóli er með fæsta réttindakennara eða 52% og 42% leiðbeinendur. Í Heiðarskóla eru 60% réttindakennarar og 28% leiðbeinendur og í Njarðvíkurskóla 63% réttindakennara og 28% leiðbeinendur. Leiðbeinendur eru þó margir hverjir með góða menntun, þrátt fyrir að vera ekki með kennararéttindi. 39 leiðbeinendur eru í skólunum fjórum til samans, og skipta með sér 35,49 stöðugildum. Þar af eru 17 einstaklingar með stúdentspróf, minni eða sambærilega menntun. Hinir eru allir með háskólanám að baki. Erfitt að fá réttindakennara Ágætlega gekk að fá kennara til Grindavíkur en þar eru 80% með réttindi og 20% leiðbeinendur. Flestir leiðbeinendanna eru með annars konar kennaramenntun, þó þeir séu ekki með grunnskólakennararéttindi. Að sögn Einars Valgeirs Arasonar, skólastjóra Gerðaskóla, gekk illa að manna kennarastöður. „Þetta er nú með því versta sem ég man eftir en við byrjuðum að auglýsa í vor og auglýstum átta sinnum en fengum enga svörun. Það endaði með því að við náðum í fólk eftir öðrum leiðum“, segir Einar Valgeir. 81% réttindakennarar og 19% leiðbeinendur, þrír leiðbeinendur eru með stúdentspróf, sambærilega eða minni menntun og einn er með háskólapróf. Flestir með réttindi í Vogum Snæbjörn Reynisson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, sagði að það hefði gengið þokkalega að fá kennara í ár. „Við erum búin að ráða í allar stöður en við gengum frá því fyrir um þremur vikum síðan, því við vildum draga að ráða leiðbeinendur í stöðurnar“, segir Snæbjörn. 80% kennara við skólann eru með kennsluréttindi og 20% eru leiðbeinendur, sem verður að teljast harla gott. Enn lausar stöður í Sandgerði Í Sandgerði eru enn tvær lausar stöður en að sögn Guðjóns Þ. Kristjánssonar, skólastjóra, skýrast þau mál í þessari viku. „Það gekk vel að fá fólk fyrripart sumars, en svo gengu tvær ráðningar til baka. Þrír einstaklingar hafa sýnt starfinu áhuga og þeir eru allir með háskólamenntun en án kennsluréttinda“, segir Guðjón Þ. Grunnskólinn í Sandgerði er því með 20% leiðbeinendur eins og er, 10% óráðið og 70% réttindakennara. Fjórir af fimm leiðbeinendum eru með framhaldsmenntun og einn er með áratuga starfsreynslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024