Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. júní 2001 kl. 03:10

Hátt hlutfall barna án öryggisbúnaðar

Í könnun sem var gerð á öryggi barna í bílum kom í ljós að 25,6% barna á leikskólanum Genfarbodrg í Garðinum voru laus í bílunum.
Þetta er mun stærra hlutfall en landsmeðaltal og er vissulega ógnvænlegt. Úrtakið voru 39 börn. í Grindavík er ástandið ögn skárra en þar voru 7 börn af 46 eða 15,2% laus í bílnum en það er samt sá áður mjög hátt hlutfall. Á landinu öllu voru 8% barna lán öryggisbúnaðar. Á Suðurnesjum voru 15% barna laus í bílnum þegar þau komu í leikskólann sem er mun hærra en hlutfall barna án öryggisbúnaðar í öðrum landhlutum.
Samkvæmt lögum frá 1990 er það í höndum ökumanns að sjá til þess að barn eldra en 15 ára noti öryggisbúnað. Börn á leikskólaaldri eru vest varin í barnabílstólum eða á bílpúða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024