Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hátíðlegt í Vogum á fyrsta sunnudegi í aðventu
Föstudagur 8. desember 2023 kl. 06:00

Hátíðlegt í Vogum á fyrsta sunnudegi í aðventu

Mikið var um að vera í Vogunum fyrsta sunnudag í aðventu. Kvenfélagið Fjóla var með sitt margfræga kökuhlaðborð í húsi björgunarsveitarinnar Skyggnis og minjafélagið var með handverksmarkað í Skjaldbreið, sem er gamalt fjós sem minjafélagið gerði upp, þá var messað í Kálfatjarnarkirkju og var athöfnin vel sótt.

Klukkan 17:00 var kveikt á jólatré sveitarfélagsins. Séra Bolli Bollason stýrði athöfninni, kór Kálfatjarnarkirkju sá um undurfagran söng og að lokum slógu þeir Stekkjastaur og Gluggagægir botn í viðburðinn með því að gefa krökkunum hollt nammi. Viðburðurinn var vel heppnaður og ekki spillti fyrir að veðrið lék við gesti, einhverjir höfðu þó að orði að það væri örlítið of kalt fyrir þeirra smekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Jólasveinarnir Gluggagægir og Stekkjastaur mættu í Voga og gáfu börnunum hollt nammi.