Hátíðardagskrá í Stapa 1. maí
Þann 1. maí verður hátíðardagskrá í Stapa og opnar húsið kl. 13:45 en Guðmundur Hermannsson mun leika létt lög fyrir gesti áður en dagskrá hefst. Stefán Benjamín Ólafsson, formaður STFS setur dagskrána kl. 14, Leikfélag Keflavíkur sýnir atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi, ræðu dagsins heldur Elín Björg Jónsdóttir, formaður, BSRB og Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius koma fram ásamt Kvennakór Suðurnesja.
Kynnir er Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ísl. verslunarmanna. Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna á hátíðarhöldin. Að dagskránni standa Rafiðnaðarfélag Suðurnesja, Félag iðn- og tæknigreina, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Kl. 13 verður börnum boðið í bíósýningu í Sambíóunum í Keflavík.