Þriðjudagur 8. febrúar 2000 kl. 14:17
Hass og kókaín í Leifsstöð
25 ára íslenskur karlmaður var handtekinn á sunnudag með rúmt eitt og hálft kíló af hassi og 9 gr. af kókaíni í Leifsstöð.Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn. og hefur ekki áður komið við sögu fíkniefnamála. Maðurinn var færður fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík til frekari yfirheyrslu.