Hass og E-pillur fundust í bíl
Fíkniefnamál kom upp um miðnættið hjá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem 2.37 gr. af meintu hassi og 4 e-pillur fundust við leit á farþega í bifreið, sem stöðvuð hafði verið fyrir umferðalagabrot. Aðilinn var færður til skýrslutöku á lögreglustöðina við Hringbraut og sleppt að henni lokinni.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið í miklu átaki gegn fíkniefnasölu undanfarið og er skemmst að minnast átaks þar sem 12 manns voru handteknir í samstilltu verkefni um allan Reykjanesbæ.