Hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli
Tveir drengir og ein stúlka voru stöðvuð við komuna frá Kaupmannahöfn um miðjan dag í gær. Drengirnir reyndust hafa í fórum sínum 1,5 kg af hassi. Þau voru öll handtekin og flutt til áframhaldandi yfirheyrslna og rannsókna hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Ekkert þeirra hefur áður komið við sögu fíkniefnamála.