Hass fannst í vörusendingu á Keflavíkurflugvelli
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu í síðustu viku um 10 kg af hassi í vörusendingu, en maður um þrítugt var handtekinn vegna málsins á föstudag og var hann á laugardag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.
Miðað við 2.200 króna meðalverð á grammi af hassi í lausasölu í janúar sl., uppgefnu af SÁÁ, er ætlað götuverðmæti af sölu á 10 kg af hassi um 22 milljónir.
Miðað við 2.200 króna meðalverð á grammi af hassi í lausasölu í janúar sl., uppgefnu af SÁÁ, er ætlað götuverðmæti af sölu á 10 kg af hassi um 22 milljónir.