Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hass, LSD og hópslagsmál
Sunnudagur 10. júlí 2005 kl. 13:04

Hass, LSD og hópslagsmál

Í gærdag stöðvaði Lögreglan í Keflavík bifreið á Vogavegi vegna hraðaksturs. Vaknaði grunur hjá lögreglunni um fíkniefnamisferli ökumanns og við leit í bifreiðinni fundust í pilluglasi sjö litlir bútar af meintu hassi og einnig meint LSD í álpappír.

Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem á honum fannst einnig blanda í álpappír í vasa hans en blanda er mulið tóbak og hass. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Í nótt var tilkynnt um hópslagsmál í Keflavík. Þegar lögreglu bar að garði voru slagsmálin yfirstaðin en sauma þurfti ungan pilt þrjú spor í vörina eftir átök sem hann lenti í.

Í nótt voru einnig höfð afskipti af ökumanni bifreiðar en lögreglumenn fundu megna hasslykt koma úr bifreiðinni. Við nánari leit fannst hasslón sem ökumaðurinn viðurkenndi að eiga. Ekkert fleira saknæmt fannst í bifreiðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024