Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Háskóli þriðja æviskeiðsins á Suðurnesjum stofnaður
Frá framtíðarþingi sem haldið var á Nesvöllum sl. vor. Mynd af vef Reykjanesbæjar.
Fimmtudagur 14. september 2017 kl. 13:57

Háskóli þriðja æviskeiðsins á Suðurnesjum stofnaður

-Suðurnesjadeild U3A er hópur fólks sem vill eyða tíma sínum í að fræðast

Suðurnesjadeild U3A verður stofnuð í Reykjanesbæ en stofnfundur deildarinnar verður haldinn laugardaginn 16. september næstkomandi kl.14 í sal MSS, Krossmóum 4, Reykjanesbæ. U3A Suðurnes stendur fyrir „Háskóli þriðja æviskeiðsins á Suðurnesjum“, en með orðinu háskóli er átt við hóp fólks sem vill eyða tíma sínum í að fræðast.

Nú þegar hafa á fjórða tug einstaklinga skráð sig sem stofnfélaga í deildinni, en allir eru velkomnir og skráning heldur áfram út árið. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf tekin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í undirbúningshópi eru fulltrúar úr flestum sveitarfélögum á Suðurnesjum, en hann hefur fengið mikla leiðsögn frá U3A Reykjavík, sem er hluti af alþjóðlegri hreyfingu U3A sem starfar í yfir þrjátíu víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima.