Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Háskólastarfsemi og tæknigarðar á Völlinn
Miðvikudagur 3. janúar 2007 kl. 11:44

Háskólastarfsemi og tæknigarðar á Völlinn

Háskólastarfsemi og tæknigarðar eru þau verkefni sem nýstofnuð Skipulagsnefnd sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis hefur helst áhuga að komið verði á fót á fyrrum varnarsvæði Keflavíkurflugvallar.  Mun skipulagsvinna nefndarinnar miðast við að íbúðarhúsnæðið nýtist í þessu samhengi. Nú þegar hafa verið stigin ákveðin skref í  þessa átt, að því er fram kom í máli Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær.

Verið er að semja reglur fyrir nefndina um leið og verið er að skoða svæði á Vellinum sem áhugavert er að byggja upp og þróa, segir Árni. Þar hafi menn áhuga á skipulagi sem miðist við háskólastarfsemi og verið sé að skoða af alvöru hvernig henni yrði best komið fyrir. Annar kostur felst í  tæknigörðum, sem hefði að meginmarkmiði að vinna að betri nýtingu vistvænnar orku og benti Árni á það sem fram kom í áramótaræðu forseta Íslands í því sambandi.

Árni sagðist vongóður um að þessi mál skýrðust á næstu vikum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024