Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Háskólasetrið í Sandgerði: 11 nemendur frá 4 löndum á alþjóðlegu námskeiði
Sunnudagur 12. júlí 2009 kl. 08:44

Háskólasetrið í Sandgerði: 11 nemendur frá 4 löndum á alþjóðlegu námskeiði


Í háskólasetri Suðurnesja í Sandgerði lauk fyrir helgi hluta alþjóðlegs námskeiðs fyrir framhaldsnema í fiskavistfræði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendurnir dvöldu í Sandgerði dagana 7 - 9. júlí en í heildina stendur námskeiðið yfir í þrjár vikur þar sem áhersla er lögð á vistfræði, líffræði og atferli fiskistofna í tengslum við veiðar og hlýnun sjávar.

Alls taka 11 nemar þátt í námskeiðinu en auk fimm íslenskra nemenda eru þrír frá Svíþjóð, tveir frá Þýskalandi og einn frá Ítalíu. Leiðbeinendur við námskeiðið eru Guðrún Marteinsdóttir prófessor (HÍ), Dr. Tim Grabowski (HÍ), Dr. Steve Campana (Bedford Institute of Oceanography, Kanada) og prófessor David Conover (SUNY Stony Brook, USA).

Í Sandgerði læra nemendur að meðhöndla og nota kvarnir til að aldursgreina og meta vaxtarhraða ýmissa fisktegunda, en í kvörnum fiska myndast árhringir sem svipar til árhringja trjáa. Kvarnir, sem eru litlir kalksteinar í innra eyra allra beinfiska, vaxa alla ævi fisksins og geta því gefið upplýsingar um vöxt og aldur fisksins. Í kvörninni skiptast á breiðir hvítir hringir sem myndast yfir sumartímann, og dökkir mjóir hringir sem myndast um vetur.

Að sögn Halldórs Pálmars Halldórssonar, forstöðumanns háskólasetursins, er aðstaðan að Garðvegi 1 einstaklega hentug fyrir svona námskeið. Allur aðbúnaður er til fyrirmyndar, hvort sem litið er til rannsóknastofa, tækjabúnaðar eða gistiaðstöðu.

www.245.is greinir frá.

Myndir: www.245.is