Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Háskólanemar fá íbúðir á Keilissvæði afhentar í dag
Miðvikudagur 15. ágúst 2007 kl. 09:48

Háskólanemar fá íbúðir á Keilissvæði afhentar í dag

Frá og með kl. 9 í morgun gátu nýir íbúar á háskólasvæði Keilis á Keflavíkurflugvelli fengið íbúðir sínar afhentar. Þegar hafa verið leigðar út um 300 íbúðir en 30 nýjum íbúðum hefur verið bætt við þann fjölda síðustu daga og verður þeim úthlutað á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keili.

Keilir og Reykjanesbær vinna að þessari uppbyggingu háskólasamfélags á gamla varnarsvæðinu í samstarfi við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar en  um 700 íbúar munu flytja þangað í dag og næstu daga. Í síðustu viku var samið við Hjallastefnuna um rekstur leik- og grunnskóla á svæðinu en auk þess verður einnig starfrækt þar íþróttamiðstöð á svæðinu, verslun, veitingastaður og kaffihús. Nettengingar og strætóferðir til Reykjavíkur eru innifaldar í leiguverði.

Vf-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024