Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. ágúst 2000 kl. 11:10

Háskólanám hefst á Suðurnesjum í dag

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum opnaði starfsemi sína í nýju húsnæði í gamla barnaskólanum að Skólavegi 1, í Keflavík, Reykjanesbæ fyrir helgi. Háskólanám á Suðurnesjum hefst í dag.Samstarfi Miðstöðvarinnar við Háskólann á Akureyri var við það tækifæri hleypt formlega af stokkunum m.a. með ræðu Þorsteins Gunnarssonar rektors HA. Alls munu 38 Suðurnesjamenn og - konur hefja fjarnám við HA hjá Miðstöðinni í Reykjanesbæ. Í dag 21. ágúst hefst fjarkennsla í hjúkrunarfræði, þar sem 16 nemendur af Suðurnesjum hefja hjúkrunarnámið sem er einnig samstarfsverkefni við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 22 nemar hefja fjarnám í rekstrarfræði viku síðar. Nokkrir nemendur munu stunda fjarnám frá Háskóla Íslands næsta vetur og þátttakendur á námskeiðum Endurmenntunarstofnunar HÍ geta í sumum tilvikum sótt námskeiðin um fjarfundabúnað Miðstöðvarinnar. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra ávarpaði gesti og nýnema við opnun nýja húsnæðisins, auk þess sem Páll Skúlason, rektor HÍ og fulltrúi nemenda, og sveitarfélaga og atvinnulífsins á Suðurnesjum munu fluttu stutt ávörp.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024