Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. apríl 1999 kl. 21:26

HÁSKÓLANÁM Á SUÐURNESJUM

Háskólinn á Akureyri og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Menntun á háskólastigi, gamall draumur margra Suðurnesjamanna, verður að raunveruleika á haustönn 1999 takist MOA að fjármagna verkefnið.Reykjanesbæjar hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjarkennslunám í hjúkrunarfræðum. Síðar er röðin komið að rekstrarfræðum og kennaranámi. Háskólinn á Akureyri sér um kennsluna en nemendur á Suðurnesjum sækja námið um fjarbúnað M.O.A og á internetinu. Málið hefur lengi verið í undirbúningi og höfðu þeir Hjálmar Árnason alþingismaður og Friðjón Einarsson formaður MOA forgöngu um það í samstarfi við Jóhann Einvarðsson framkvæmdastjóra HS og Skúla Thoroddsen hjá miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Áhugi á hjúkrunarnámi á Suðurnesjum hefur aukist mikið síðan Fjölbrautarskóli Suðurnesja tók upp sjúkraliðanám og vonandi verða auknir menntunarmöguleikar Suðurnesjamanna til að bæta úr skorti á hjúkrunarfræðingum í framtíðinni. Fyrirhugað kennaranám á Háskólastigi bætir vonandi skort á menntuðum kennurum við grunnskóla svæðisins en jafnframt er fyrirhugað rekstrarfræðinám vinsæl menntun í dag. Háskólinn á Akureyri hefur með þessu tengst öllum landshornum um fjarnám. Jóhann Einvarðsson, Skúli Thoroddsen, Hjálmar Árnason og Friðjón Einarsson eru frumkvöðlar háskólanáms á Suðurnesjum. VF-mynd: hbb
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024