Háskóladagurinn haldinn í FS
Haldin verður kynning á háskólanámi hér á landi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þriðjudaginn 7. mars næstkomandi frá klukkan 13:00 til 15:00. Kynnt verður nám við alla háskóla á Íslandi. Allir eru velkomnir á kynninguna, bæði nemendur FS og aðrir íbúar Suðurnesja sem hafa áhuga á háskólanámi.
Kynningin er haldin í framhaldi af Háskóladeginum sem verður í Reykjavík á morgun. Haldnar verða háskólakynningar víða um land og er sú fyrsta í FS.