Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Háskólabrú markar sér sérstöðu
Mynd af fésbókarsíðu Keilis.
Sunnudagur 14. apríl 2013 kl. 08:13

Háskólabrú markar sér sérstöðu

Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.

Skólinn starfar í samstarfi við Háskóla Íslands, en haustið 2008 skrifaði Keilir og Háskóli Íslands undir samning þess eðlis að próf á Háskólabrú skuli samkvæmt samningnum almennt teljast sambærilegt stúdentsprófi. Að Háskólabrú lokinni geta nemendur sótt um háskóla hérlendis og erlendis.

Nánari upplýsingar um Háskólabrú Keilis á heimasíðunni: www.keilir.net/haskolabru
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024