Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Háskaakstur á Bolafæti
Föstudagur 20. apríl 2012 kl. 21:47

Háskaakstur á Bolafæti



Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að bifreið væri þanin með glæfralegum hætti um götu í Reykjanesbæ, Bolafót. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn var bifreiðin kyrrstæð í götunni og ökumaður hennar á vettvangi. Hann viðurkenndi að bifreiðinni hefði verið ekið hratt í götunni, þar sem vinir sínir hefðu verið að prófa hana.

Honum var bent á að götur bæjarins væru ekki vettvangur til að stunda slíkan prufuakstur og kvaðst hann skilja það. Þá var lögreglu tilkynnt um gróðurspjöll sem ökumenn tveggja fjórhjóla höfðu valdið í hlíðum Húsafells. Þeir voru á bak og burt þegar lögregla kom á staðinn en eftir sátu ljót för í fjallshlíðinni. Lögregla minnir á að akstur utan akvega er bannaður.

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024