Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. febrúar 2002 kl. 15:29

Hásetar fá aðeins 400$ af 3000$ mánaðarlaunum

Á annan tug félaga í Sjómannafélagi Reykjavíkur og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur eru í Njarðvíkurhöfn og koma í veg fyrir uppskipun úr hollensku skipi. Aðgerðirnar eru mótmæli vegna þess að Atlantsskip, sem eru með skipið á leigu hafa ekki komið á íslenskum kjarasamningum við háseta skipsins sem flestir eru frá Filipseyjum en skipið var að koma með vörur fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.
Birgir Björgvinsson hjá Sjómannafélaginu og íslenska flutningamannasambandinu segir að hásetarnir eiga að fá greitt um 3000 dollara eða um 300 þús. kr. á mánuði en séu að fá um 400 dali. „Þetta hafa forráðamenn Atlantsskipa ekki gert og þegar við kröfðum þá um þetta í morgun þá lofuðu þeir því að þessu yrði komið á fyrir næstu komu skipsins. Þegar við óskum eftir því skriflegu þá kom babb í bátinn. Þeir sögðust þurfa að hringja til Bandaríkjanna áður en það yrði gert. Það styður þá kenningu okkar að Atlantsskip sé aðeins leppur í þessu máli og stærri aðili í Bandaríkjunum sé með þetta skip. Það er ljóst að fyrirtækið er að brjóta ákvæði varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna því það er ekki leyfilegt fyrir aðra aðila en íslenska og bandaríska samkvæmt sérstöku samkomulagi að flytja vörur fyrir Varnarliðið.
„Mælirinn er bara fullur því forráðamenn Atlantsskipa hafa svikið loforð á loforð ofan. Hér munum við standa og koma í veg fyrir uppskipun þar til þessu verður kippt í liðinn“, sagði Birgir.
Stefán Kjærnested, einn forráðamanna Atlantsskipa sagðist ekkert skilja í þessum aðgerðum félaganna. Samningaviðræður hafi staðið yfir að undanförnu, síðast í morgun en síðan hafi þetta komið upp“. Stefán fór um borð til að ræða við áhöfnina og sagðist ekki vilja tjá sig að öðru leyti í bili.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024