Hársbreidd frá því að hafna í tjörninni
Ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, var aðeins hársbreidd frá því að hafna í tjörninni við Sandgerði með ófyrirséðum afleiðingum. Ökumaðurinn velti bifreið sinni í gærkvöldi og hafnaði á toppnum í sefinu á tjarnarbakkanum.
Lögregla og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja voru kölluð til. Slökkviliðið sprautaði froðu yfir bílinn, enda lak af honum bensín.
Að sögn lögreglu slapp ökumaður án teljandi meiðsla en kvartaði í morgun um verki sem rekja má til atburða gærkvöldsins.
VF-myndir: Hilmar Bragi