Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hársbreidd frá því að hafna í tjörninni
Föstudagur 8. júní 2012 kl. 10:07

Hársbreidd frá því að hafna í tjörninni

Ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, var aðeins hársbreidd frá því að hafna í tjörninni við Sandgerði með ófyrirséðum afleiðingum. Ökumaðurinn velti bifreið sinni í gærkvöldi og hafnaði á toppnum í sefinu á tjarnarbakkanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregla og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja voru kölluð til. Slökkviliðið sprautaði froðu yfir bílinn, enda lak af honum bensín.

Að sögn lögreglu slapp ökumaður án teljandi meiðsla en kvartaði í morgun um verki sem rekja má til atburða gærkvöldsins.


VF-myndir: Hilmar Bragi