Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 1. apríl 2001 kl. 11:46

Harrison Ford á landinu - einkaþotan hjá Suðurflugi í Keflavík

Hollywoodleikarinn Harrison Ford er á landinu. Hann kom hingað seint í gærkvöldi og mun fara síðar í dag. Þetta staðfestu starfsmenn Suðurflugs í Keflavík nú rétt fyrir hádegi.Harrison Ford er hér vegna kvikmyndar sem hann leikur í og er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Tökur hafa staðið yfir í Kanada en taka átti eina senu upp hér á landi.
„Hann kom hingað seint í gærkvöldi á einkaþotu og var flogið í burt með þyrlu. Við vitum ekki hvert för hans var heitið eða hvar hann gisti í nótt. Við vitum hins vegar að vélin fer kl. 16:30 í dag þannig að það ætti að vera möguileiki að berja goðið augum“, sagði Tyrfingur Þorsteinsson starfsmaður Suðurflugs í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024