Harmar stöðuna í löggæslumálum
Bæjarráð Voga harmar þá óvissu sem hefur skapast í löggæslumálum á Suðurnesjum og mótmælir því jafnframt harðlega að ekki hafi verið staðið við fyrirheit um aukna löggæslu í bæjarfélaginu. Þetta kom fram á fundi ráðsins morgun.
Jafnframt ítrekar bæjarráð óskir um forvarnalögregluþjón sem hefur aðstöðu í Vogum. Formanni bæjarráðs og bæjarstjóra var falið að vinna í málinu gagnvart ríkisvaldinu.