Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harma samstarfsslitin
Þriðjudagur 6. október 2009 kl. 13:40

Harma samstarfsslitin


Fulltrúar E-listans í Vogum harma ákvörðun minnihlutans (H-lista) að draga sig út úr samstarfi listanna um gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið. Eins og VF greindi frá í gær ákvað H-listinn að slíta samstarfinu þar sem fulltrúar hans töldu E-listann ekki treysta sér til að standa við þær forsendur sem lagt var upp með.

E-listinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa og er hún svohljóðandi:

„Í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu Sveitarfélagsins Voga var tekin samhljóða ákvörðun innan raða E-listans að bjóða minnihlutanum aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar 2010 og þriggja ára áætlunar 2011-2013.
Við skipan í vinnuhópinn var gætt jafnræðis og var fulltrúum minnihlutans boðin jafn mörg sæti og E-listanum. Sjónarmiðum beggja fylkinga væri þar með komið á framfæri.

Fulltrúar E-lista harma að minnihlutinn hafi ákveðið að draga sig út úr samstarfinu. Frá fyrsta degi hafði E-listinn af fullum heilindum
boðið minnihlutanum að taka þátt í áætlanagerðinni, með það að markmiði að ná samstöðu á tímum efnahagsþrenginga. Listarnir náðu saman um meginmarkmið og áherslur í áætlanagerðinni, en minnihlutinn hefur nú ákveðið að slíta samstarfinu.

E-listinn mun því sem fyrr axla ábyrgðina og leggja fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og árin 2011-2013 og vonast eftir góðu samstarfi við bæjarfulltrúa minnihlutans þrátt fyrir brotthvarf þeirra úr vinnuhóp

f.h. E-listans

Birgir Örn Ólafsson
forseti bæjarstjórnar

Hörður Harðarson
formaður bæjarráðs"
--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengd frétt:

Samstarfið um fjárhagsáætlunina sprakk

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.