Harma brottvikningu bæjarstjóra og vilja borgarafund
Fjölmennur félagsfundur í E-listanum í Vogum lýsir vanþóknun sinni á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við brottvikningu og starfslok fráfarandi bæjarstjóra. Þetta kemur fram í ályktun frá fundinum. Einnig harmar fundurinn þá ákvörðun nýs meirihluta H- og L- lista að standa ekki við gerðan samning við Landsnet um orkuflutning.
Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í Sveitarfélaginu Vogum krefst fundurinn þess að bæjarstjórn haldi opinn borgarafund um nýlegar ákvarðanir nýs meirihluta og framtíðarsýn hans.