Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harma afleiðingar gjaldþrots WOW air
Fimmtudagur 11. apríl 2019 kl. 13:43

Harma afleiðingar gjaldþrots WOW air

Píratar í Suðurkjördæmi harma þær afleiðingar sem gjaldþrot WOW air hefur haft. Áhrif gjaldþrots WOW air eru hvað mest á Suðurnesjum og nauðsynlegt að bæði ríki og sveitastjórnir taki höndum saman með árangursríkum hætti til að bæta innviði svæðisins og tryggja velferð fjölda fjölskyldna sem eiga um sárt að binda. Þetta segir í ályktun frá Pírötum í Suðurkjördæmi.
 
„Mikilvægt er að grípa strax til aðgerða sem vega upp á móti atvinnumissi hundruða íbúa á svæðinu. Hér þarf sérstaklega að huga að fjölskyldum og ungu fólki. Efling velferðarþjónustu skal vera forgangsmál, meðal annars með styrkingu á starfi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. 
 
Við teljum að framtíð atvinnu á Suðurnesjum þurfi að byggja í auknum mæli á einstaklingsframtaki í stað ofuráherslu á áhættusækin stórfyrirtæki. Smá og meðalstór fyrirtæki eru lífæð íslensks samfélags og nú er tækifæri til að undirbyggja atvinnulíf framtíðarinnar á Suðurnesjum með markvissu átaki. 
 
Nýta skal öll úrræði til að efla frumkvöðlastarf, menntun, rannsóknir og þróun sem munu ýta undir getu og vilja fólks á svæðinu til að byggja og tryggja eigin framtíð. Þó höfnum við mengandi iðnaði sem er skaðlegur heilsu og takmarkar frelsi íbúa,“ segir orðrétt í ályktuninni. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024