Harma að Strandarhlaupi Þróttar sé hætt
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga harmar að Ungmennafélagið Þróttur hyggist ekki standa að Strandahlaupi Þróttar.
Þróttur sendi sveitarfélaginu erindi um að félagið ætlaði að hætta með hlaupið og bauð sveitarfélaginu að taka við framkvæmd þess. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að sveitarfélagið hyggst hins vegar ekki standa að framkvæmd hlaupsins.