Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harma að kirkjuheimsóknir hafi verið aflagðar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 30. desember 2019 kl. 09:56

Harma að kirkjuheimsóknir hafi verið aflagðar

Bæjarráði Suðurnesjabæjar bárust tvö erindi fyrir síðasta fund ráðsins þar sem harmað er að aðventuheimsóknir nemenda í Gerðaskóla til Útskálakirkju í aðdraganda jóla hafi verið lagðar af. Guðrún B. Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, og Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsludeildar, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Í afgreiðslu bæjarráðs segir að bæjarráð bendi á að bæjarstjórn hafi ekki mótað stefnu varðandi heimsóknir nemenda grunnskóla í kirkju í aðdraganda jóla og erindunum vísað til fræðsluráðs til umræðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024