Harlem Ambassadors spila í Keflavík í kvöld
Körfuboltaliðið Harlem Ambassadors mun spila við Suðurnesjarisana svokölluðu í Íþróttahúsinu við Keflavík í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15.
Í liði Suðurnesjarisa verða menn eins og Guðjón Skúlason, Sigurður Ingimundarson, Stefán Bjarkason og vonir standa til að Jón Kr. Gíslason verði með líka. Einnig vonumst við til að fá bæjarstjóra bæði Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar í liðið. Öllum 5-10 bekkingum í grunnskólum Grindavíkur og Reykjanesbæjar verður boðið á sýningu fyrr um daginn í íþróttahúsinu við Sunnubraut, en Harlem Ambassadors eru hér í boði Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar en einnig standa nokkrir einkaaðilar að heimsókninni eins og Sparisjóðurinn í Keflavík, Hótel Keflavík, Bláa Lónið og RV Ráðgjöf Verktaka ehf. Leikurinn er liður í fjáröflun fyrir yngri flokka starf körfuknattleiksdeilda Grindavíkur og Keflavíkur og munu yngri flokka leikmenn þessara félaga ganga í hús og selja miða í forsölu en einnig fást miðar í Sparisjóðunum í Keflavík og Grindavík.
Miðaverð er 1000 krórnu og fá allir 9 ára og yngri frítt inn í fylgd með fullorðnum.