Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harkalegur árekstur á Reykjanesbraut
Fimmtudagur 13. desember 2007 kl. 15:36

Harkalegur árekstur á Reykjanesbraut

Tveir bílar rákust harkalega saman á skammt sunnan við Vogaafleggjara nú á þriðja tímanum. Tildrög óhappsins voru þau að ökumaður annars bílsins hugðist snúa við á Reykjanesbrautinni eftir að hafa misst af beygjunni inn á Vogaafleggjarann og ók í veg fyrir aðvífandi bíl. VIð áreksturinn hafnaði annar bíllinn á hliðinni utan vegar. Ökumenn voru fluttir til skoðunar á HSS en ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki.


Mynd/elg: Frá vettvangi slyssins nú á þriðja tímanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024