Harður þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Mjög harður þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við gatnamót Flugvallarvegar í kvöld kl. 21:22. Lögreglan á Suðurnesjum er enn við störf á vettvangi árekstursins og engar upplýsingar liggja fyrir um tildrög slyssins hjá varðstofu lögreglunnar. Þó er vitað að enginn er lífshættulega slasaður.
Tveir sjúkrabílar voru sendir með slasaða frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og á sjúkrahús í Reykjavík. Nú bíður einn slasaður eftir því að vera fluttur áfram til frekari skoðunar í Reykjavík. Það verður þó ekki gert fyrr en annar sjúkrabíllinn er kominn til baka úr Reykjavíkurferð sinni því annars verða Suðurnes utan Grindavíkur án sjúkrabílaþjónustu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi
Bílarnir eru allir mikið skemmdir eftir áreksturinn í kvöld.