HARÐUR HEIMUR!
Hreiður í stórgrýtiÞað er nokkuð ljóst að það er hægt að velja sér mýkri og hlýlegra hreiður en það sem tjaldurinn hér að ofan útbjó sér á Suðurnesjum. Víkurfréttir ætla að fylgjast með hreiðrinu og hafa komið fyrir „falinni myndavél“ við hreiðrið. Ef allt tekst samkvæmt óskum þá ættu ungar að koma úr eggjunum innan skamms. Vonandi tekst okkur að festa það allt á filmu. Við treystum líka á að hreiðrið fái frið fyrir vargi. - Nánar í næstu viku... VF-myndir: hbb