Harður árekstur við Grænás
Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar um kvöldmatarleitið í gær. Bifreið var ekið eftir Grænásvegi inná Reykjanesbraut í veg fyrir bifreið sem þar kom aðvífandi. Ökumaður og farþegar í annarri bifreiðinni voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar hjá lækni. Ökumaðurinn var síðan fluttur til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Bifreiðarnar eru mikið skemmdar og voru fluttar af vettvangi með kranabifreið.
Þrír ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gær. Einn á 92 km/klst. þar sem hámarkshraðinni er 50 km/klst, annar á 100 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 70 km/klst. og sá þriðji á 120 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.
Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur snemma í gærmorgun. Hann var einnig án ökuréttinda.