Harður árekstur við Grænás
Harður árekstur fólksbíls og jeppa varð síðdegis í gær á Reykjanesbraut við Grænásgatnamótin. Fólksbílinn hafnaði utanvegar. Ökumaður hennar, ásamt tveimur ungum börnum og unglingi, sem í bílnum voru, voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og þaðan á Landsspítalann í Fossvogi. Erfiðlega gekk að ná ökumanninum úr fólksbílnum og þurfti tækjabíl frá Brunavörnum Suðurnesja til að klippa hann lausan úr bifreiðinni. Reykjanesbrautinni var lokað um tíma vegna þessa. Ekki er vitað um meiðsli að svo stöddu.
Myndir: Frá vettvangi slyssins síðdegis í gær. VF-myndir: elg
Myndir: Frá vettvangi slyssins síðdegis í gær. VF-myndir: elg