Harður árekstur við Flugvallarveg
Harður árekstur varð í hádeginu á gatnamótum Flugvallarvegar og Hringbrautar þegar tveir bílar rákust þar saman. Farþegar bifreiðanna meiddust og voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að fjarlægja þá með kranabíl.






