Harður árekstur og bílarnir ónýtir
Harður árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Tjarnargötu í Reykjanesbæ í hádeginu á laugardag. Þar var bifreið ekið eftir Tjarnargötu og í veg fyrir bifreið, sem ekið var eftir Hringbrautinni.
Annar ökumannanna var fluttur með sjúkrabifreið til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðarnar voru mikið skemmdar eftir áreksturinn og fluttar af vettvangi með kranabifreið.