Harður árekstur ofan við Holtaskóla
Harður árekstur varð á gatnamótum Skólavegar og Faxabrautar ofan við Holtaskóla í Reykjanesbæ um kl. 17 í dag. Jeppabifreið og fólksbifreið skullu saman með þeim afleiðingum að jeppabifreiðin hafnaði að hluta til inni í garði að Faxabraut 61.
Ökumaður jeppabifreiðarinnar skarst lítillega á augabrún en annars urðu ekki frekari meiðsl á fólki. Fólksbifreiðin er talin ónýt.
Eins og sjá má á myndunum er önnur bifreiðin rækilega merkt Stöð 2 en starfsmenn stöðvarinnar voru staddir í Reykjanesbæ til þess að taka viðtal við Hjálmar Árnason alþingismann. Það var því ekki þrautalaust fyrir starfsmenn stöðvarinnar að komast í viðtalið við Hjálmar en það hafðist að lokum. Sjá má viðtalið við Hjálmar á vefsjónvarpinu á visir.is undir liðnum VefTv.
VF – myndir/ JBÓ