Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 27. nóvember 2013 kl. 14:30

Harður árekstur í Reykjanesbæ

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Flugvallavegar í Reykjanesbæ í gær. Ökumenn beggja bifreiða sluppu ómeiddir, en þær voru óökufærar og voru því fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið.

Í fyrradag varð umferðaróhapp við verslunarmiðstöðina í Krossmóa. Þar sluppu ökumenn einnig ómeiddir. Þá fjarlægði lögreglan á Suðurnesjum skráningarnúmer afa ökutæki, þar sem eigandinn hafði hvorki fært bifreiðina til skoðunar innan tilskilins tíma né hugað að því að greiða tryggingar fyrir ökutækið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024