Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur í Njarðvík í kvöld
Miðvikudagur 23. apríl 2003 kl. 22:05

Harður árekstur í Njarðvík í kvöld

Mjög harður árekstur varð í kvöld milli tveggja bifreiða á gatnamótum Njarðarbrautar og Borgarvegar í Njarðvík. Einn var fluttur á sjúkrahús í Keflavík en ekki er hægt að fá upplýsingar á þessari stundu hvort meiðsl voru alvarleg. Lögregla vinnur enn á vettvangi. Eignatjón er talsvert.Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi fyrir um 5 mínútum síðan.

VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024