Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:41
HARÐUR ÁREKSTUR Í NJARÐVÍK Í GÆR
Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum Hafnarvegar og Reykjanesbrautar síðdegis í gær. Tvær konur voru fluttar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þegar blaðið fór í prentun var ekki komið í ljós hversu alvarleg meiðslin voru.