Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur í Njarðvík
Sunnudagur 1. janúar 2006 kl. 18:40

Harður árekstur í Njarðvík

Mjög harður árekstur varð nú undir kvöld á mótum Holtsgötu og Gónhóls í Njarðvík. Þar rákust saman tvær bifreiðar og síðan hafnaði önnur þeirra inni í húsgarði og skemmdi þar þriðju bifreiðina í innkeyrslu.

Einn var fluttur á sjúkrahús en hlaut ekki alvarlega áverka. Viðkomandi kvartaði þó undan verkjum í hnjám og baki.

Mynd: Frá vettvangi nú í kvöld. Ljósmynd/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024