Harður árekstur í Keflavík
Harður árekstur varð rúmlega átta í morgun milli tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Flugvallarvegar og Hafnargötu í Keflavík. Tveir aðilar úr annarri bifreiðinni voru fluttir á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja til aðhlynningar.Farþeginn hafði fengið skurð á höfuðið og líklega rotast en ökumaðurinn kenndi til í baki. Báðar bifreiðarnar voru gjörónýtar eftir áreksturinn og voru þær fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið.