Harður árekstur í Grindavík
Mjög harður árekstur varð á mótum Ránargötu og Seljabótar í Grindavík í dag. Tjón á bifreiðum var mikið en engin slys á fólki.Umferðarrétti á umræddum gatnamótum var breytt nýlega vegna grjótflutninga í sjóvarnagarða við Grindavíkurhöfn. Hvort slysið sé rakið til breyttra umferðarmerkinga skal ósagt látið.