Harður árekstur á Vesturgötu
Harður árekstur varð á Vesturgötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld. Bifreið var bakkað úr bílastæði í veg fyrir aðra bifreið sem ók upp Vesturgötuna. Engin slys urðu á fólki en eignatón varð töluvert. Önnur bifreiðin er mikið skemmd eftir áreksturinn.Íbúi við Vesturgötuna sagði það þurfa að vera næsta verk bæjarins að setja hraðahindrun á götuna, þar sem hraðinn sé oft á tíðum mikill. Ekki er hægt að kenna hraðakstri um slysið í kvöld.