Harður árekstur á Reykjanesbraut við Grænás
Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænáss um tíuleytið í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir annan bíl sem ók suður Reykjanesbraut. Ökumaður stoppaði á stöðvunarskyldu en sá ekki bílinn sem kom suður Reykjanesbraut. Tveir voru í öðrum bílnum og var farþegi fluttur á Heilsugæslu til skoðunar. Ökumaður hins bílsins slapp ómeiddur en báðir bílarnir eru mikið skemmdir.