Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 7. nóvember 2001 kl. 00:34

Harður árekstur á Reykjanesbraut undir miðnætti

Mjög harður árekstur tveggja bíla varð á Reykjanesbraut á Strandarheiði, nokkuð fyrir innan Voga, undir miðnætti.Tvær bifreiðar sem voru að koma úr gagnstæðum áttum rákust saman af miklu afli. Að sögn varðstjóra á vettvangi er ekki ljóst hve fólk er mikið slasað en þó var ljóst að eitthvað var um beinbrot. Vanfær kona var í öðrum bílnum og var hún flutt til rannsóknar.
Tveir sjúkrabílar og tækjabíll voru sendir frá Keflavík og fóru sjúkrabílarnir allir beint áfram til Reykjavíkur af slysstað.
Þegar þessi frétt er skrifuð skömmu eftir miðnætti voru fréttir af slysinu ekki nógu ljósar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024