Harður árekstur á Reykjanesbraut
Harður árekstur varð á Reykjanesbraut um helgina, þegar tveir bílar skullu saman. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar hugðist beygja af Reykjanesbrautinni inn á Aðalgötu, sem liggur inn í Reykjanesbæ. Hann vanmat fjarlægð bifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt og beygði í veg fyrir hana með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki urðu slys á fólki, en fjarlægja þurfti ökutækin með kranabíl.