Harður árekstur á Reykjanesbraut
Vöruflutningabifreið og fólksbíll skullu saman við Vogaheiði á Reykjanesbrautinni í dag. Fólksbifreiðin er ónýt og höfnuðu bæði ökutækin utanvega. Aðeins bílstjórar voru í bifreiðunum en þeir eru ekki taldir í lífshættu, mikið hvassviðri var á Reykjanesbrautinni í dag.
Ástæður slysins má rekja til hvassviðrisins og er ökumaður vöruflutningabifreiðarinnar talinn hafa misst stjórn á bifreið sinni þegar vindhviða skall á henni.
VF-mynd/ Jón Björn