Harður árekstur á Reykjanesbraut
Mjög harður árekstur varð á Reykjanesbraut við Vogastapa í hádeginu í dag.Tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust harkalega saman með þeim afleiðingum að annar bíllinn rifnaði nær í sundur. Ökumaður í þeim bíl hlaut heilahristing og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Aðrir voru fluttir með lögreglubíl á sjúkrahúsið í Keflavík.