Harður árekstur á Njarðarbraut
Harður árekstur varð nú á sjötta tímanum síðdegis á Njarðarbraut í Njarðvík á móts við ÓB bensínstöðina. Fólksbifreið var ekið í hlið vörubifreiðar með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin er mikið skemmd. Ökumaður fólksbifreiðarinnar er eitthvað slasaður en hann var settur í spelkur vegna hugsanlegra hálsáverka. Ekki liggja fyrir upplýsingar núna hversu alvarleg meiðslin eru. Farþegi í fólksbílnum slapp ómeiddur. Ökumann vörubílsins sakaði ekki.
Loka þurfti Njarðarbraut frá útivistarsvæðinu á Fitjum og að Grænásbrekku vegna slyssins.
Myndin: Frá vettvangi slyssins nú síðdegis.
VF-mynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Loka þurfti Njarðarbraut frá útivistarsvæðinu á Fitjum og að Grænásbrekku vegna slyssins.
Myndin: Frá vettvangi slyssins nú síðdegis.
VF-mynd/Hilmar Bragi Bárðarson