Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar
Mánudagur 6. febrúar 2006 kl. 09:58

Harður árekstur á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar

Mjög harður árekstur varð í gær á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar í Keflavík. Þar skullu saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að beita þurfti klippum til að ná ökumanni annarrar bifreiðarinnar lausum.

Útkall barst Neyðarlínunni kl. 18:11 í gærkvöldi og voru lögregla, sjúkrabíll og tækjabíll Brunavarna Suðurnesja send á vettvang.

Tvennt var slasað og voru bæði flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar var tekin ákvörðun um að senda einn slasaðan á sjúkrahús í Reykjavík til frekari skoðunar.

Ekki er vitað um alvarleika áverka.

Báðar bifreiðarnar þurfti að fjarlægja af vettvangi með dráttarbíl.


Mynd: Frá slysavettvangi í gærkvöldi. VF/Jón Björn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024